Vænghlutfall er hlutfall vænghafs á móti meðal vængbreidd (e. Aspect Ratio).

 Meðal vængbreidd fyrir mjókkandi væng er vængbreidd við rót plús vængbreidd við enda, deilt með tveimur. Fyrir jafnbreiðan væng eru vængbreidd og meðal vængbreidd sú sama.

Lágt vænghlutfallHátt vænghlutfall

 Af hverju er vænghlutfall mikilvægt?

  •  Vænghlutfall gefur til kynna hversu hratt módelið getur oltið.
  • Ef allt annað er eins, þá veltur vængur með hátt vænghlutfall (mjór og langur vængur) hægar en vængur með lágt vænghlutfall (stuttur og breiður vængur).
  • Vænghlutfallið ræður að miklu leiti hlutfallinu á milli lifts og drags fyrir vænginn.
  • Vængir með hátt vænghlutfall, eins og sviffluguvængir, eru skilvirkari og hafa hærra hlutfall lifts á móti dragi.
  • Vængir með hátt vænghlutfall eru brothættari og þola verr slæma hönnun, vonda smíði og klaufalegt flug.

Til að reikna vænghlutfall

Það eru tvær aðferðir til að reikna vænghlutfall.

Aðferð 1

Deildu í vænghafið með meðal vængbreidd. Til dæmis er vængbreidd við rót 30 sm og við enda 20 sm, þá er meðal vængbreidd 25 sm, ef við gefum okkur að vængurinn mjókki stiglaust.

Gefum okkur að vænghafið sé 125 sm. Þá deilum við í vænghafið með meðal vængbreidd:

125 sm / 25 sm = 5 ? vænghlutfallið er 5:1

Aðferð 2

Margfaldaðu vænghafið með sjálfu sér og deildu í það með vængfletinum. Þetta er gagnlegt fyrir vængi þar sem erfitt er að reikna meðal vængbreidd, eins og ellipsulaga vængi.

1252 / 3125 = 15625 / 3125 = 5 ? vænghlutfallið er 5:1

Það er líka hægt að fara afturábak í þessum útreikningum til að finna meðal vængbreidd. Maður bara deilir í vængflötinn með vænghafinu.

3125 / 125 = 25 sm meðal vængbreidd


Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar