Módel hengt upp

Þegar maður þarf að geyma módel, þá er besta aðferðin að hengja þau upp á vegg. Þar eru þau ekki fyrir og geta jafnvel verið til skrauts. Hér fyrir neðan sést ágætis aðferð til að gera það.

Módel hengt upp á vírherðatré.

Vejulegt vírherðatré er klippt í miðjunni og armar þess beygðir upp. Upp á þá má síðan draga einangrunarrör úr frauðplasti (eins og sett eru utanum vatnsrör) til að skemma ekki módelið. Þetta er síðan hengt á stóran nagla eða krók á vegg eða upp undir lofti.

Þessi geymsluaðferð hentar vel fyrir lítil módel og módel af millistærð, en ég myndi setja dálítinn vara við að geyma stór kvartskalamódel á vírherðatrjám. Í þeim tilfellum er hægt að fá tilbúnar baulur í byggingavöru-verslunum, setja sömu einangrunarrörin uppá þær og hengja módelin upp á stélinu.