Þriðja höndin
Það kemur fyrir að mann vantar þriðju höndina þegar verið er að setja saman módel. Hér er ein tillaga.
Taktu smá bút af vírherðatré og beygðu það til eins og sýnt er á myndinni. Settu síðan krókódílaklemmu á endann sem stendur upp. Það má lóða hana fasta eða líma með epoxý lími.
Nú er hægt að láta hina og þessa smáhluti í krókódílaklemmuna og síðan líma, lóða eða annað sem þarf að gera.