Vængvernd

Þegar módelflugmenn fara að fljúga, þá kemur það fyrir að módelin verða fyrir skemmdum í bílnum á leiðinni. Hér er góð aðferð við að verja væng:

Verjur fyrir vængi.

Tvö einangrunarrör úr frauði sem fá má í byggingavöruverslun eru skorin öðrum megin, þannig að hægt sé að smeygja þeim upp á fram- og afturbrún vægsins. Síðan eru notaðar stórar teygjur til að halda þeim á sínum stað. Einfalt og virkar.