Flest módel hafa smávegis skekkju á mótornum, til hægri og/eða niður. Miðjan aftan á loftskrúfunni ætti að vera nákvæmlega á miðlínuskrokksins þegar horft er ofan frá og á knýlínunni þegar horft er frá hlið.

Mótorskekkjan er áberandi þegar maður veit af henni

Ef módelið sem þú ert að smíða er með mótorskekkju og þú setur mótorfestinguna nákvæmlega á aðra hvora þessarar lína, þá verður spaðinn á röngum stað.

Skoðaðu Hornafræðikaflann til að læra meira.Vandinn er svipaður og við útreikning á aðhalla.

thrust_offset_01

Í þessu dæmi ætlum við að gefa okkur að miðjan aftan á spaðanum sé 12 sm frá eldveggnum og að hægri skekkja sé 4°. Næsta mynd er ýkt til að sýna betur það sem um er að ræða.

A = 4°
Sínus af 4° = 0.069756

Settu þessa tölu inn í formúluna til að finna mótlæga skammhlið þríhyrningsins.

0.069756 = skekkja / 12 sm
skekkja = 12 sm x 0.069756
skekkja = 0,84 sm frá miðju eða um 8,5 millimetrar.


Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar – g