FYRIR BEINA, MISBREIÐA OG dELTAVÆNGI

 Til að finna út hver vænghleðslan er, þá verðum við fyrst að reikna út vængflötinn. Vængflötur í metrakerfinu í Evrópu er alltaf gefinn í ferdesimetrum (dm2), en í Imperial kerfinu (Bretland og Bandaríkin) nota þeir fertommur (in2).

Hvers vegna vængflöturinn er mikilvægur

Einn og sér er vængflöturinn ekkert merkilegur. Við verðum, hins vegar, að reikna hann út til að geta ákvarðað vænghleðslu, sem er mjög mikilvæg.

Vængflötur á flugvélum með marga vængi

Hve margir?

Reiknaðu hvern væng fyrir sig. Leggðu þá síðan saman til að finna heildar vængflötinn.

Athugaðu

Ef þú ert að smíða úr kitti eða eftir teikningu, þá ætti vængflöturinn að vera tilgreindur á kassanum, í leiðbeiningunum eða á teikningunni. Til að umbreyta in2 í dm2, þá er hægt að finna umbreytiforrit á Internetinu.

Þegar maður reiknar flötinn fyrir vænginn eða stélflötinn, þá tekur maður með þann hluta sem gengur í gegnum skrokkinn, þó hann búi ekki til neitt lift.

Vængflötur reiknaður fyrir beinan væng

wing_area_01

Þetta er bara flötur á ferhyrningi og er reiknaður með því að margfalda lengdina með hæðinni. Í flugeðlisfræði heitir þetta:

vængflötur = vænghaf x vængbreidd

Athugaðu að það þarf að gera þetta í desimetrum, þannig að ef vænghafið er 2 metrar og vængbreiddin er 20 sentimetrar, þá gerir það 20 dm x 2 dm af því að það eru 10 dm í hverjum metra og 10 sm í hverjum dm.

Vængflötur reiknaður fyrir misbreiðan væng

wing_area_02

Til að finna flatarmál á misbreiðum væng notar maður formúluna fyrir trapísu. Byrjaðu á því að finna meðal vængbreidd og margfaldaðu hana með vænghafinu:

 Meðal vængbreidd = ( Rótarbreidd + Endabreidd) / 2

Vængflötur = vænghaf x meðal vængbreidd

Athugaðu: Það skiptir ekki máli hvort vængurinn er aftursveigður eða ekki. Formúlan fyrir misbreiðan væng er notuð sama hversu aftursveigður hann er.

Ef vængurinn mjókkar í þrepum, þá er hver trapísa reiknuð fyrir sig og þær síðan lagðar saman.

Vængflötur fundinn fyrir deltavæng

Ef endabreiddin á deltavæng er meiri en 0 sm, þá er notuð formúlan fyrir misbreiðan væng eins og sýnt er að ofan.

delta_01

Deltavængur með enda sem er breiðari en 0 sm

 Ef endabreiddin á deltavæng er 0 sm, þá er notuð formúlan fyrir flatarmál þríhyrnings:

 Vængflötur = 1/2 x vænghafið x rótarbreiddin

delta_02

Deltavængur með enda sem er 0 sm á breidd


Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar g