Samlímt stýri

Samlímt stýri

Þegar þarf að setja lamir í stýri sem búin eru til úr einföldum balsaborðum, þá er sniðugt ráð að búa til stýrið úr þrem hlutum eins og sýnt er á teikningunni. Hlutirnir þrír eru límdir saman eins og samloka. Þá eru þegar komnar raufar fyrir lamirnar. Ef stýrið á, t.d. að vera sex millimetrar á þykkt, þá er hægt að nota þrjú lög af tveggja millimetra balsa. Til að gera stýrið enn sterkara er hægt er að nota 2mm léttkrossvið, eða jafnvel flugvélakrossvið í miðjuna. Þegar búið er að pússa stýrið til, þá er líka alveg öruggt að það verpir sig aldrei.