Gaddarær

Ýmsir hlutar flugmódela eru festir á með gaddaróm, t.d. vængir, mótorar eða annað álíka. Þá er mikilvægt að þessar gaddarær séu vel fastar í, sértsaklega vegna þess að stundum er ekki möguleiki að komast að þeim þegar búið er að fullklára módelið.

Þegar rærnar eru festar, þá er byrjað á að bora gat sem hentar boltunun sem koma eiga í þær. Síðan er gatið víkkað út með bor öðrum megin, þannig að bolurinn á gaddarónum komist frílega inn í gatið, eins og sýnt er á myndinni.

Gaddarær þarf að festa almennilega.

Þegar rónum er endanlega fest, þá er gott að setja smávegis epoxýlím á gaddana og plötuna sem þeir eru á (bara rétt nóg til að halda rónum – ekki svo mikið að það sullist út um allt), setja rærnar á sinn stað og skrúfa rétta stærð af bolta í þær. Upp á boltana eru settar skinnur í yfirstærð til að hægt sé að taka á boltunum án þess að hausarnir á þeim fari inn í gatið. Ef frílega er farið með epoxýlímið, þá er hægt að setja smá júgursmyrsl (vaselín) á gengjurnar á boltunum til að þeir festist ekki.