Skemmdir lagaðar með vatni

Það vill oft gerast þegar verið er að smíða módel úr balsaviði að maður rekur flugvélarskrokkinn utan í eitthvað eða smáhlutir á borðinu lenda undir þegar maður leggur frá sér nýpússaðan vænginn. En það er ekki erfitt að laga slíkar skemmdir.

Setja vatn í dældir.
Vatn getur lagað viðarskemmdir

Skemmdin felst yfirleitt í því að viðaræðarnar í balsanum hafa kramist og við þurfum bara að láta þær þenjast út aftur. Þá er nóg að dreypa smá vatni (bara nokkrum dropum) á skemmdirnar og láta það standa á þeim í smá tíma. Vatnið þrýstir sér inn í æðarnar í viðnum og þenur þær út aftur. Eftir að vatnið gufar upp – það má flýta fyrir því með því að nota hitablásara eins og notaður er við að klæða módelið með plastfilmu – þarf bara að renna yfir svæðið létt með fínum sandpappír og skemmdin er horfin.