Það getur verið vandamál ef rafhlaðan fer á flakk í flugmódeli, sem hún getur gert, jafnvel þó hún sé bundin niður með (frönskum) riflás. Til að koma í veg fyrir það hafa margir prófað að líma annan hlutann af riflás á rafhlöðuna og hinn á gólfið þar sem hún liggur. En þetta virkar ekki alltaf, því límingin á það til að losna, sérstaklega ef riflásinn er sjálflímandi.

Hillumotta sett undir rafhlöðu svo hún renni ekki til.

Hér er önnur aðferð. Fáðu þér smá bút af sílikon mottu sem notuð er undir þunga hluti á hillum eða í botninn á skúffu til að áhöld renni ekki of mikið til. Svona mottur fást alls staðar þar sem hnífapör og hilluefni eru seld. Mottubúturinn er settur á gólfið þar sem rafhlaðan á að liggja, rafhlaðaðan sett á sinn stað og haldið niðri með riflás ræmu eins og venjulega. Mottan sér til þess að rafhlaðan geti ekki hreyfst á meðan riflásinn heldur henni niðri.

Fengið hjá Model Airplane News.