Dekkið fest örugglega

Það kemur stundum fyrir að dekk detta af öxlum sem þau eru fest á jafnvel þó maður hafi fest skrúfuna í hjólastoppinu með ofurmannlegum kröftum. Ástæðan er sú að flöturinn sem skrúfan festir sig við er svo lítill að hann heldur henni ekki.

Dekkið fest kyrfilega á.

Til að gera þetta öruggt, þá er nauðsynlegt að fá sér góða þjöl eða handfræsara og sverfa smá sléttan flöt á öxulinn.

Hjólastoppið er síðan sett uppá og skrúfan hert ofan á flata svæðið á öxlinum. Nú fæst nægilega mikið grip til að skrúfan losni ekki aftur. Aukið öryggi fæst með því að setja dropa af skrúfulími á skrúfuna. Skrúfulím má fá í öllum betri byggingavöruverslunum.