Aðhalli (e. dihedral) er það horn sem vængurinn hefur þar sem miðlínu vængendans er lyft ofar en miðlínu rótarinnar. Það er líka hægt að gefa hann sem vegalengd.

Ef miðlína endarifs er neðar en miðlína rótar, þá er það kallað fráhalli (e. anhedral).

Athugaðu að á mörgum teikningum er aðhallinn mældur frá neðri brún rótarrifsins að neðri brún endarifsins. Þetta er rangt. Aðhalla á alltaf að mæla fá miðlínu að miðlínu.

Farðu samt eftir því sem sýnt er á teikningunni. Hönnuðurinn á að hafa reiknað þetta rétt, jafnvel þó það sé ekki sýnt rétt á teikningunni. Með öðrum orðum, lyftu endarifinu eins og sýnt er.

Af hverju aðhalli er mikilvægur

  • Aðhalli vængs ákveður hversu vel flugvél réttir sig af sjálfkrafa á lengdarás. Því meiri sem aðhallinn er, því betri er flugvélin í að rétta sig af. Ókostirnir eru minna liftmeira drag og erfiðara að velta á lengdarás. Aðhallinn er hinsvegar nauðsynlegur í sumum tilfellum og er sérlega mikilvægur á kennsluvélum.
  • Flugvélar sem ekki hafa nein hallastýri þurfa aðhalla til að geta beygt með hliðarstýrið eitt að vopni. Flugvél sem ekki hefur nein hallastýri geigar og skríður þegar henni er stýrt með hliðarstýrinu. Aðhallinn er nauðsynlegur til að gera beygjurnar auðveldari.
  • Það er stundum nauðsynlegt að breyta aðhalla á listflugsvél til að losna við óheppileg viðbrögð, eins og veltur þegar hliðarstýri er notað.

Aðhallinn gerður mælanlegur

Í flestum tilfellum getur þú hunsað þennan hluta, því að aðhallinn er venjulega gefinn sem tilbúin mælanleg vegalengd. Ef aðhallinn er bara gefinn í gráðum, þá þarft þú að breyta þeim í tölu sem þú getur notað.

Í þessari grein er sýnt hvernig gráðum er breytt í vegalengd. Hún segir ekkert um það hversu mikill aðhallinn ætti að vera á módelinu þínu.

Í þessu dæmi er sínus hornafallið heppilegast. Skoðaðu greinina um hornaföll til að læra meira.

Sínus á horni = lengdin á mótlægu skammhliðinni deilt með lengdinni á langhliðinni á þríhyrningi. Þú þarft annað hvort að nota töflu sem sýnir sínus gefinna horna eða reiknivél með hornaföll.

Við skulum gefa okkur að þú sért með 160 sm væng sem er með 5° aðhalla. Aðhallinn er á hvorn vænghelming fyrir sig, ekki báða saman. Með öðrum orðum, þá er hornið á milli vænghelminganna 170° (þar sem beinn vængur með engan aðhalla er með 180°).

Teiknaðu smá skissu til að hjálpa þér að sjá hvað er um að vera. Langhlið þríhyrningsins er hálft vænghafið (80 sm í þessu tilfelli).

dihedral2


Í þessu dæmi:

Vænghaf = 160 sm (athugaðu að við notum bara hálft vænghaf)

Aðhalli = 5°

Mæling undir endarif = óþekkt

1) finnum sínus hornsins:
A = 5°
Sínus af 5° = 0.087156

2) Setjum þessa tölu inn í formúluna til að fá mótlægu skammhliðina á þríhyrningnum.
0.087156 = aðhalli / 80 sm
aðhalli = 80 sm x 0.087156

Mæling undir endarif = 6,9 sm (undir hvorn enda), eða 13,8sm undir annan vængendann ef hinn liggur flatur.


Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar g