Tekið úr fyrir lömum

Naglaþjöl er akkúrat það sem þarf.

Þegar setja á lamir í stýrifleti á módelum, þá er ekkert eins gott til að gera rétta rifu fyrir þær eins og naglaþjöl. Naglaþjalir má fá í ýmsum stærðum og þykktum, en þær bestu eru úr áli. Þær eru oft sléttar fremst og þá má brjóta framan af þeim með töng eða sverfa með handfræsara.

Til að fá víðari rifur fyrir stærri lamir má nota platínuþjalir, sem venjulega eru notaðar til að sverfa platínur í bílum. Platínur eru ekki notaðar lengur í bifreiðum, en eftir örstutta leit á netinu sýnist mér að hægt sé að kaupa slíkar þjalir í verslunum eins og Fossberg.

Platínuþjöl úr Fossberg