Langbiti splæstur

Þegar langbiti er settur í skrokk eða væng og hann er ekki nógu langur, þá þarf að splæsa hann saman. En þá er spurningin: hvernig er öruggt að límingin haldi?

Það er hægt að splæsa langbita saman á nokkra vegur, en öruggast virðist vera að skáskera hann saman þannig að límflöturinn verði að minnsta kosti tvöfalt lengri en bitinn er þykkur.

Langbiti skorinn saman

Besta áferðin við að skáskera er sýnd hér til hliðar. Bitarnir eru settir saman þar sem splæsingin á að vera og límband sett ofaná og undir. Nú er einfalt mál að fara með fína bakkasög á bitana og saga á ská. Þá er líka öruggt að límfletirnir snertist vel.

Til að auka öryggi splæsingarinnar er best að koma því þannig fyrir að hún sé á sama stað og þverbiti eða rif í skrokki og eins utarlega og hægt er á væng. Þá er líka best að miðjan á splæsingunni sé beint fyrir ofan vængrif.