Beygjuvél

Þegar beygja á hjólastell, þá getur gott verkfæri gert gæfumuninn. Hér er teikning af einu slíku, sem hægt er að setja saman á innan við klukkutíma, ef maður hefur aðgang að suðugræjum. Hægt er að taka einfaldar beygjur og gorma.

Einföld beygjuvél.

Grunnurinn að þessu beygjuverkfæri er L-prófíll úr stáli. Hann má ekki vera minni en 5sm á kannt, en má alveg vera stærri. Gott er að festa þennan prófíl í skrúfstykki þegar nota á beygjutólið.

Vírinn sem á að beygja er þræddur í gegnum gatið á 10mm snittteininum, sem síðan er hertur niður að prófílnum. Vírinn er látinn liggja öðru hvoru megin við stálteininn sem soðinn er við prófílinn. Handfangið er sett upp á teininn og því snúið þannig að sá hluti þess sem beygjist niður tekur í vírinn og hefur hann með sér þar til búið er að beygja eins og þarf.