Sameinaðar klemmur
Hugmyndin að nota þvottaklemmur við smíðar er ekki ný, en stundum lenda módelsmiðir í því að klemmurnar eru bara alls ekki nógu stórar. Þá er hægt að sameina þær eins og hér er sýn til að þær spanni meira haf og jafnvel setja þunnan krossvið á kjammana til að auka gripflötinn og minnka hugsanlegar skemmdir undan klemmunum.