Sandpappír á priki
Enn um sandpappir. Sumir vilja hafa eitthvað nettara og léttara en álprófíla til að pússa með. Hérna er lausnin.
Í næstu ferð í byggingavöruverslun skaltu fá nokkrar hrærispýtur fyrir málningu. Þær eru annað hvort ókeypis (sérstaklega ef maður er að kaupa málningu) eða afar ódýrar. Síðan skaltu líma renning af sandpappír á báðar hliðar spýtunnar og skrifa fyrir ofan hvaða grófleiki af pappír það er. Þessar pússispýtur eru sérlega hentugar þegar erfitt er að koma hendinni að eða þegar pússa þarf eitthvað lítið og létt