Sandpappír á prófíl
Sandpappír er besti vinur módelsmiðsins. en hann hefur einn galla, hann er sveigjanlegur. Hægt er að búa til þægilega pússikubba úr álprófílum. Ef maður kemur við í næstu blikksmiðju, þá getur maður fengið ókeypis mismunandi langa og breiða búta af L prófílum. Á prófílinn er hægt að líma mismunandi grófleika af sandpappír. Álprófílar eru léttir og meðfærilegir og það er mjög þægilegt að nota þá til að pússa með þeim.